14.03.2024 21:46TF Sýn kominn á flugsafnið á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 14.03.2024 14:48Hlé á rallinu hjá Gullver
Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær eftir að hafa lokið tveimur þriðju af yfirstandandi ralli. Afli skipsins var 27 tonn. Gullver tekur nú þátt í togararallinu í fjórða sinn en önnur skip sem taka þátt í verkefninu eru togarinn Breki og hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Heimasíðan ræddi við Steinþór Hálfdanarson skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið til þessa. „Það hefur gengið einstaklega vel enda hefur verið blíða allan tímann sem er óvenjulegt á þessum árstíma. Við á Gullver erum búnir að taka 98 hol af þeim 151 sem okkur er ætlað að taka. Okkar verkefni er að sinna hinu svonefnda norðaustursvæði. Við byrjuðum á Glettingi og héldum síðan norður eftir allt vestur fyrir Skjálfanda. Síðan var haldið austur um á ný og endað á Glettingi, á sama stað og við byrjuðum. Í seinni hluta rallsins mun Gullver fara suður á Breiðdalsgrunn og síðan á Þórsbanka og Verkamannabanka alveg að færeysku lögsögunni og austur að Kremlarmúr. Aflinn sem við erum með er ekki mikill og er það í reynd samkvæmt venju. Við höfum ekki orðið varir við neina loðnu og er það óvenjulegt. Nú fer ég í land og Hjálmar Ólafur Bjarnason leysir mig af. Það má gera ráð fyrir að seinni hluti rallsins hjá Gullver taki eina fjóra eða fimm daga, en í fyrri hlutanum vorum við að jafnaði að taka 12 hol á dag,“ segir Steinþór. Skrifað af Þorgeir 13.03.2024 08:042250 Hafnsögubátuinn Sleipnir
Skrifað af Þorgeir 13.03.2024 07:59Petra ÓF 88
Skrifað af Þorgeir 12.03.2024 22:00svifrik á drottningarbraut
Nú: Lítið0.00 µg/m3 Í gær: Lítið10.38 µg/m3 Skrifað af Þorgeir 12.03.2024 21:32Óvenju mörg erlend skip hjá Slippnum AkureyriÓvenju mörg erlend skip hjá Slippnum AkureyriSlippurinn Akureyri hefur m.a. unnið að stálviðgerðum og málun á millidekki á Kanadíska frystitogaranum Saputi. Er þetta eitt af þremur skipum sem félagið þjónustar um þessar mundir. mbl.is/Þorgeir Af vef 200 milna Það hefur verið mikið um að vera hjá Slippnum Akureyri undanfarið og verður áfram næstu daga og vikur. Eru nú þrjú erlend skip í viðhaldsverkefnum hjá fyrirtækinu, frystitogari og línuskip frá Kanada ásamt grænlenskur frystitogari. Á næstu dögum bætist fjórða skipið við. Verkefnastaðan er afar jákvæð segir Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins, á vef félagsins. Bendir hann þó á að það sé heldur óvenjulegt á þessum árstíma að hafa þennan verkefnafjölda. „Kanadíska línuskipið Kiwiuq I hefur verið hjá okkur í nokkurs konar vetrargeymslu en með vorinu munum við ljúka nokkrum viðhaldsverkefnum um borð. Síðan erum við komnir á fullt í verkefnum í Saputi sem er frystitogari af stærri gerðinni frá Kanada. Þar eru stórverkefni; stálviðgerðir, viðgerðir á spilum, málun á millidekki, viðgerð á togblökkum, viðgerð á stýri og heilmálun, svo nokkuð sé nefnt. Þetta er mjög skemmtilegt og viðamikið verkefni fyrir okkur,“ segir Bjarni. Auk Kiwiuq I og Saputi hefur verið sinnt fjölbreyttu viðhaldi á grænlenska frystitogaranum Angunnguaq II, bæði innan skips og á ytra byrði. Línuskipið Kiwiuq I hefur verið í einskonar vetrargeymslu hjá Slippnum Akureyri. mbl.is/Þ?orgeir
„Það er mikil samkeppni á þessu þjónustusviði í Norður-Evrópu en fyrir útgerðir í t.d. Kanada og á Grænlandi, líkt og er í þessum tilfellum, þá munar talsvert um að þurfa ekki að sigla lengra en til Íslands til að sækja þjónustuna. Þetta er góður markaður fyrir okkur til að sækja á yfir vetrarmánuðina þegar íslenskar útgerðir vilja síður vera með sín skip í slippþjónustu. Þess vegna falla erlendu verkefnin sér í lagi vel að okkar starfsemi á þessum árstíma og eru okkur mikils virði,“ segir Bjarni. Eiga von á norskri tvíbytnuAð meðaltali tekur um fjórar til sex vikur að sinna viðhaldi þessa erlendu skipa, en með vorinu fjölgar þjónustuverkefnum fyrir íslenskar útgerðir. Áður en að því kemur mun þó koma fjórða erlenda skipið og er það norskt skip sem þjónustar fiskeldi á Vestfjörðum. „Þetta er tvíbytna sem við höfum áður fengið til okkar í minni viðgerðir og sú reynsla sem eigendur skipsins höfðu af okkar þjónustu þá gerði að verkum að þeir völdu að leita beint til okkar í stóru viðhaldi frekar en að sigla skipinu til Noregs. Sem er auðvitað mikil viðurkenning fyrir okkur,“ segir Bjarni en ætlunin er að skipta um tvær aðalvélar skipsins, gera við sex skrúfur og fleira. „Þetta er sömuleiðis stórt verkefni fyrir okkur og ánægjulegt fyrir okkur að þjónusta vaxandi fiskeldi á Íslandi með þessum hætti,“ segir Bjarni. Skrifað af Þorgeir 12.03.2024 19:25Drónaflug á Eyjafirði i hvalaskoðunStutt skemmtiferð með drónann i dag að leita að hnúfubak á Eyjafirði það voru tveir við Svalbarðseyri en ekki vildu þér sýna sig meðan ég var þarna að minnska kosti ekki þannig að þeir næðust á mynd þannig að ég myndaði bara Hólmasól og whales EA 200
Skrifað af Þorgeir 11.03.2024 07:09Opið í 26 daga af 29 í febrúar - um 24.000 gestir
Aðstæður til útiveru og skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli voru með allra besta móti í febrúar. Skíðasvæðið var opið 26 daga af 29 með nægum snjó og veðrið oft og tíðum með allra besta móti. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar. „Aðsóknin er búin að vera frábær enda hafa aðstæður boðið upp á það. Hingað komu í kringum 17.000 manns í vetrarfríum grunnskóla og hér voru færeyskir hópar tvær helgar,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins.. Við höfum að auki fengið skólahópa alls staðar af landinu og að öllu samanlögðu voru gestir í Hlíðarfjalli rúmlega 24.000 manns í febrúar sem er með því betra sem þekkist.“ Opið lengur Skíðasvæðið er nú opið klukkutíma lengur tvo daga í viku en tíðkast hefur. Á laugardögum er opið kl. 10.00 - 17.00 á og kl. 13.00 - 19.00 á fimmtudögum. Sjá nánar hér. Nokkur snjóbráð hefur verið í hlýindum síðustu daga en þó er ennþá nægur snjór í Fjallinu og kaldari dagar fram undan. „Páskahretið bregst aldrei og mun án efa færa okkur ríkulega nýja sendingu af góðum snjó,“ segir Brynjar Helgi. Framundan eru páskarnir í lok mánaðarins og má búast við að þá liggi straumurinn norður til að fara í Fjallið og njóta tónleika og annarra viðburða á Akureyri. Skrifað af Þorgeir 10.03.2024 22:00Kaldbakur
Skrifað af Þorgeir 10.03.2024 20:34Gönguferð á stignum við Drottningarbraut
Skrifað af Þorgeir 10.03.2024 10:48Akureyri og Innbærinn
Búðagil i Innbænum á Akureyri mynd þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 09.03.2024 23:067505 Alda EA 42
Skrifað af Þorgeir 09.03.2024 08:19Hvalaskoðun á Eyjafirði talsverð aukning milli ára
Skrifað af Þorgeir 09.03.2024 06:51Hafrafell SU mokfiskar
Óhætt er að segja að vetrarvertíðin hafi farið vel af stað en íslensku fiskiskipin lönduðu tæplega 42 þúsund tonnum af þorski í janúar og febrúar. Stórþorskur virðist vera á öllum miðum og skiptir engu hvort um er að ræða austan- eða vestanlands. Var greint frá því í byrjun febrúar að áhöfnin á línubátnum Vigur SF, sem gerður er út frá Hörnafirði, hafi líklega sett met í afla úr einni lögn þegar náðust 48 tonn á 18 þúsund króka. Vigur SF landaði um 307 tonnum af þorski á fyrstu tveimur mánuðum ársinsSá krókaaflamarksbátur sem landaði mestum þorskafla á fyrstu tveimur mánuðum ársins var Hafrafell SU sem Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði gerir út og var báturinn með 474 tonn af þorksi samkvæmt skráningu Fiskistofu. Á eftir fylgir annar bátur sömu útgerðar, Sandfell SU með 473 tonn. Á eftir fylgir Stakkhamar SH með 409 tonn, Tryggvi Eðvarðs SH nmep 397 tonn af þorski og svo Einar Guðnason ÍS með 393 tonn. Skrifað af Þorgeir 09.03.2024 00:35Skipstjóri neitaði áhöfn um áfallahjálp
Skipstjóri norska flutningaskipsins Wilsons Skaw neitaði áhöfn skipsins um áfallahjálp eftir að skipið strandaði í Húnaflóa í apríl í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Wilson Skaw strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa 18. apríl á síðasta ári. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur. Í samræmi við valdaskiptinguÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að áhöfnin hafi óskað eftir áfallahjálp eftir að náðist að losa skipið. Skipstjóri skipsins hafi neitað bón áhafnarinnar. Þetta hafi verið í samræmi við valdaskiptingu innan áhafnarinnar. Í viðtölum við skipverjana hafi komið fram að áhöfnin myndi ekki leggja í efa ákvarðanir skipstjórans. Skipstjórinn treysti ekki heimamönnumSkipstjórinn hafði 28 ára starfsreynslu en stýrimaður hafði verið stýrimaður í tvö ár. Tveimur dögum áður en skipið sigldi í strand lagði stýrimaðurinn til siglingarleið sem lá norðar en sú sem skipið fór á endanum. Skipstjórinn tók ákvörðun um að sigla þá leið sem varð fyrir valinu þrátt fyrir uppástungu stýrimanns. Þessari ákvörðun skipstjóra var ekki mótmælt af áhöfninni. Tekið er fram í skýrslunni að skipstjórinn hafi ekki treyst upplýsingum heimamanna um siglingaleiðina, heldur að vildi hann styðjast við rafræn kort sem hann hafði í höndunum. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1247 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060663 Samtals gestir: 50940 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:43:08 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is